Fara í efni  

Góð afkoma Grundartangahafnar árið 2003.

Samkvæmt ársreikningi Grundatangahafnar fyrir árið 2003 var hagnaður af starfsemi hafnarinnar 67,4 milljónir króna.    Hagnaður sem hlutfall af rekstrartekjum var 76,4%.  Arðsemi eigin fjár var 16% og veltufjárhlutfall var 2,25.  Eigið fé Grundatangahafnar var um 421 milljónir króna.
Grundatangahöfn er sameignarfyrirtæki í eigu sveitarfélaga á Vesturlandi, þar af eru 35% í eigu Akraneskaupstaðar.  Fyrr í þessum mánuði var undirrituð viljayfirlýsing eigenda hafnarinnar um sameiningu hennar frá 1. janúar 2005 við Reykjavíkurhöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn og þar með gert ráð fyrir að frá þeim tíma verði hafnirnar fjórar reknar sem sameiginlegt hafnasamlag.


 


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00