Fara í efni  

Góð afkoma bæjarsjóðs


Bæjarritari hampar milliuppgjöriÁ fundi bæjarráðs Akraness þann 11. október var lagður fram árshlutareikningur aðalsjóðs, hafnarsjóðs, eignasjóðs, Bíóhallar, áhaldahúss og byggðasafns fyrir tímabilið 1/1 - 31/8 2002.


Helstu niðurstöður voru þær að tekjur voru 1.291 millj. kr. en rekstrargjöld 1.111 millj. kr. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 5,2 millj. króna. Rekstrarafkoma var því jákvæð um 175 millj. krónur á tímabilinu sem er talsvert betri afkoma en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Helstu ástæður bættrar afkomu eru meiri tekjur en áætlanir gerðu ráð fyrir auk þess sem fjármagnsliðir eru hagstæðari sökum minni verðbólgu og jákvæðrar þróunar gengis.


Einnig hefur verið lögð fram í bæjarráði endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins og spá til áramóta, en þar er gert ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð þrátt fyrir að um aukin útgjöld verði að ræða fram til áramóta. Gert er ráð fyrir að í heild sinni muni verða jákvæð niðurstaða bæjarsjóðs og stofnana hans um ca. 30 millj. króna þegar árið er á enda,  uppgert og endurskoðað.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00