Fara í efni  

Glæsileg flugeldasýning í kvöld kl. 20:00

Í kvöld, miðvikudaginn 28. des. kl. 20:00, verður haldin glæsileg flugeldasýning á Jaðarsbökkum á vegum Björgunarfélags Akraness og er sýningin í boði KB banka. Þarna verða allar helstu bombur og sprengjur sprengdar með miklum látum og ætti það vonandi um leið að ?kveikja í? þeim sem áhuga hafa á að kveðja gamla árið með þessum hætti og styrkja öflugt starf Björgunarfélagsins um leið.


 


Einnig má geta þess að nú nýverið opnaði Björgunarfélagið nýjan og endurbættan upplýsingavef. Samið var við Nepal í Borgarnesi um kerfislausn og hýsingu. Mun betra aðgengi er að myndum og eins er hægt að gerast áskrifandi að fréttum og fleiru. Ástæða er til að hvetja fólk til að skoða vefinn nánar og kynna sér starfsemi Björgunarfélagsins á slóðinni www.bjorgunarfelag.is.


 


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00