Fara í efni  

Glæsileg fimleikahátíð mánudaginn 30. mars

Fimleikafélagið FIMA stendur fyrir glæsilegri fimleikasýningu í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi mánudaginn 30. mars næstkomandi og hefst sýningin klukkan 20:00. Tilgangur sýningarinnar er ekki síst að kynna hópfimleika fyrir foreldrum og bæjarbúum, eins og fram kemur í tilkynningu frá félaginu, en hópfimleikar hafa átt miklum vinsældum að fagna á undanförnum árum.

 

Hópfimleikar eru einkar áhorfendavæn útgáfa af fimleikum, þar sem saman fer taktföst tónlist og frábærar fimleikaæfingar. Nokkur af sterkustu félögum landsins hafa boðað þátttöku sína í sýningunni og því má lofa frábærri skemmtun í Íþróttahúsinu við Vesturgötu næstkomandi mánudagskvöld. Markmið sýningarinnar er, eins og áður segir, að kynna hópfimleika og sýna fram á þá möguleika sem íþróttin býður upp á, en einnig að leggja áherslu á að fimleikar eru íþrótt sem börn og fullorðnir geta stundað langt fram eftir aldri.

 

Meðal þátttakenda í sýningunni eru nokkur bestu hópfimleikalið landsins, s.s. frá Selfossi, Ármanni og Björk ásamt liðum frá FIMA; ?TeamGym? hópnum og A-hópunum svokölluðu, sem skipaðir eru ungum og upprennandi fimleikastúlkum.  Mikið verður lagt upp úr glæsilegri umgjörð, ljósum og skemmtilegri tónlist. Miðaverði verður stillt í hóf en það er krónur 500 fyrir alla 12 ára og eldri.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00