Fara í efni  

Glæsileg 17. júní dagskrá


Höf.: Hilmar Sigvaldason
Dagskrá þjóðhátíðardagsins á Akranesi verður með glæsilegasta móti í ár. Í Garðalundi verður skógarsprell þar sem verður m.a. skátatívolí, hoppkastalar, bátar á tjörninni, hestar, grillaðar pylsur og slöngurennibraut. Í íþróttahúsinu við Vesturgötu munu svo margir fremstu skemmtikraftar þjóðarinnar troða upp.

Að deginum til munu Hljómar frá Keflavík skemmta en hljómsveitirnar Maus og Nylon halda uppi stuðinu á Skagarokki að kvöldinu til. Þetta er aðeins brot af því sem Skagamönnum stendur til boða en dagskrána í heild má sjá hér.


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00