Fara í efni  

GESTAGANGUR á Akranesi 22. mars

Frá stofnfundi MRAStjórn Markaðsráðs Akraness hefur ákveðið, sem eitt af sínum fyrstu verkefnum, að standa fyrir fyrirtækjaheimsóknum á Akranes föstudaginn 5. apríl.  Þessi dagur hefur fengið nafnið Gestagangur og er vonast til að í framtíðinni geti hann orðið fastur liður einu sinni til tvisvar á ári.

Í tengslum við útgáfu fylgirits Morgunblaðsins, Skaginn skorar, sem kemur út þann 20. mars næstkomandi verður dagskrá og þátttakendalisti Gestagangs kynnt. Gestagangur byggist á því að aðildarfélögum MRA gefst kostur á að taka þátt í dagskrá þar sem þeir kynna starfsemi sína. Framkvæmd kynningarinnar verður með þeim hætti að hvert fyrirtæki/stofnun býður til sín fulltrúum eins eða fleiri fyrirtækja utan Akraness og kynnir því starfsemi sína. Gestirnir geta komið frá samstarfsfyrirtækjum, birgjum, kaupendum eða  verið almennir viðskiptavinir. Að kynningu lokinni eru önnur aðildarfyrirtæki sem þátt taka í verkefninu opin til skoðunar fyrir gesti og bæjarbúa. Hvernig staðið er að móttöku gesta og kynningu á þessu opna húsi er í valdi hvers og eins. Stjórn Markaðsráðs og markaðsfulltrúi hvetja sem flest fyrirtæki til að vera þátttakendur í Gestagangi, enda er hér um að ræða ódýra en þó markvissa leið rekstraraðila til að kynna starfsemi sína. Öll skráð fyrirtæki á Akranesi hafa fengið sent umsóknareyðublöð um aðild að MRA og eru stjórnendur hvattir til að skrá sig í félagið og senda umsókn sem fyrst til markaðsfulltrúa Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00