Fara í efni  

Garðasel og Grundaskóli stofnanir ársins 2012 - borg og bær

Niðurstöður úr könnun á Stofnun ársins voru kynntar á Hilton hóteli síðdegis a föstudag. Það er SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, sem stendur fyrir þessari könnun ásamt VR, ríkinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Um er að ræða eina stærstu vinnumarkaðskönnun hér á landi. Þetta er í sjöunda sinn sem SFR tekur þátt í könnuninni en tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda. Könnun SFR tekur mið af niðurstöðum 5500 ríkisstarfsmanna en tekur nú til allra starfsmanna ríkisstofnana óháð stéttarfélagsaðild.

 

Leikskolinn Garðasel hlaut viðurkenningu sem Stofnun ársins 2012 - borg og bær - í flokki meðal stórra stofnana og Grundaskóli hlaut sömu viðurkenningu í flokki stórra stofnana. Brekkubæjarskóli og leikskolinn Vallarsel hlutu einnig viðurkenningar en þau voru í 3. sæti í sínum flokki.

 

 Þessi árangur skólanna er sérlega ánægjulegur og  mikil viðurkenning fyrir öflugt skólastarf  á Akranesi.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00