Fara í efni  

Garðasel - leikskólakennarar/kennarar óskast

Leikskólinn Garðasel óskar eftir kennurum til starfa. Leitað er að kennurum sem hafa áhuga á á uppeldi og námi barna og eru tilbúnir að taka þátt í fjölbreyttu starfi í öflugum starfsmannahóp af áhuga, jákvæðni og opnum hug. Framundan eru flutningar í nýjan og stærri skóla og spennandi tækifæri að taka þátt í þeim undirbúningi. Garðasel er fimm deilda heilsuleikskóli með áherslu á hreyfingu, næringu og gæði í samskiptum. Laun eru samkv. kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Unnið er samkvæmt starfslýsingu um störf leikskólakennara sem eru á síðu KÍ. 

Ef ekki fást leikskólakennarar eða kennaramenntaður aðili þá verða umsóknir annara metnar út frá hæfi og umsögn.

Menntunar og hæfniskröfur.

 • Leikskólakennaramenntun, önnur kennaramenntun, eða reynsla af kennslu og uppeldi barna
 • Áhugi á menntun og uppeldi ungra barna
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslenskukunnátta
 • Stundvísi og reglusemi
 • Hreint sakavottorð

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingunn Sveinsdóttir leikskólastjóri í netfangið ingunn.sveinsdottir@gardasel.is 

Sótt er um á alfred.is


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00