Fara í efni  

Gæsluvöllur fyrir 2 ? 6 ára börn

Gæsluvöllur er rekinn á lóð leikskólans Teigasels við Laugabraut á Akranesi nú í júlímánuði og verður hann opinn fram til 30. júlí nk. Gæsluvöllurinn er fyrir börn tveggja til sex ára og kemur sér eflaust vel fyrir foreldra barna nú þegar leikskólar bæjarins eru lokaðir vegna sumarleyfa. Dvalartími á vellinum er frá kl. 09:00 ? 12:00 og 13:00 ? 16:00 en lokað er í hádeginu. Gæsluvöllurinn er ekki fyrir börn sem fædd eru 2003 eða fyrr. Starfsemin fer fram utandyra að mestu leyti og þurfa börnin að koma með fatnað sem samræmist veðri. Börnunum er að sjálfsögðu velkomið að koma með nesti.


Gjald er kr. 200 fyrir hvert skipti (400 kr. ef barn mætir bæði fyrir og eftir hádegi). Sími gæsluvallarins er 863 0339 en skráning fer fram á staðnum. Það er því nóg að mæta á staðinn með börnin, veita starfsfólki vallarins nánari upplýsingar og að því loknu geta börnin farið að leika sér ? einfaldara getur þetta varla verið.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00