Fara í efni  

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri verslanamiðstöðBæjarstjóri sýnir leikni sína með vélskófluna


Í gær, miðvikudag, var fyrsta skóflustungan tekin að hinni nýju verslanamiðstöð sem fasteignafyrirtækið Smáragarður hyggst reisa á Skagaverstúninu. Það var Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri sem mundaði skófluna, sem reyndar var stærsta gerð af vélskóflu. Var það mál viðstaddra að bæjarstjórinn hefði sýnt fádæma lipurð og  moksturstækni á þessu tröllvaxna tæki, enda tókst þessi fyrsta stunga með mestu ágætum. Fram kom í máli forsvarsmanna Smáragarðs við þetta tilefni að stefnt sé að því að opna hina glæsilegu verslanamiðstöð nú í haust.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00