Fara í efni  

Fundur um atvinnumál á Akranesi

Bæjarráð Akraness hefur skipað starfshópa um atvinnuuppbyggingu á Akranesi og hafa hóparnir nú starfað um nokkurra vikna skeið.Starfshópur um átak í atvinnumálum á Akranesi boðar nú til  fundar um atvinnumál föstudaginn 23. apríl nk. kl. 16:00 til 19:00 í ?Gamla Kaupfélaginu? við Kirkjubraut á Akranesi. 

 

Markmið fundarins er að skapa umræður um átak í atvinnuuppbyggingu  á Akranesi, leggja áherslu á mikilvægi þess að hafa allar klær úti í tengslum við atvinnusköpun og  hvetja um leið atvinnurekendur og ráðamenn bæjarins til að verja a.m.k. þau störf sem fyrir eru. Áhersla verður lögð á þátttöku fyrirtækjanna í bænum í atvinnuuppbyggingunni og jákvæða umræðu um þær hugmyndir sem fram koma til eflingar atvinnulífinu ? og um leið mannlífinu á Akranesi. 

 

Verkefni fundarins eru m.a.:    

 

 

  • Að upplýsa atvinnurekendur um stöðu mála varðandi atvinnuleysi, sumarvinnuþörf ungs fólks og opinberan stuðning við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. 

 

  • Að kynna ráðningu starfsmanns á vegum Akraneskaupstaðar og Vinnumálastofnunar til stuðnings við  atvinnuátaksverkefni, ráðgjafar og upplýsingagjafar fyrir atvinnulífið á Akranesi.

 

 • Að kanna stöðu atvinnurekenda, heyra í mönnum hljóðið, fara yfir verkefni framundan og skoða möguleika á aukinni samvinnu atvinnurekanda á svæðinu. Sem dæmi má nefna sameiginleg innkaup á aðföngum, miðlun starfsmanna, möguleika á sameiginlegri markaðssetningu, námskeið, sameiginleg tilboð í verk, nýsköpun, þróunarmál o.s.frv..

 

Tilgangur fundarins er að skapa umræður um atvinnumál á Akranesi og fá stutt innlegg frá atvinnurekendum  í mismunandi atvinnugreinum. Á fundinn mæta m.a. fulltrúar fyrirtækja á Grundartangasvæðinu,  fulltrúar  stofnana sveitarfélagsins og ríkisins, fulltrúar sjávarútvegs og matvælafyrirtækja, ferðaþjónustu, byggingariðnaðar, verslunar & þjónustu,  nýsköpunar- og sprotafyrirtækja.

 

Gert er ráð fyrir pallborðsumræðum að loknum stuttum framsöguerindum frá ofangreindum aðilum. Einnig er stefnt að því að efna til hópa- og hugmyndastarfs þar sem ræddar verða ábendingar um aðgerðir sem m.a. miða að því að tryggja störfin sem nú þegar eru á svæðinu.

 

Fyrirtæki og þjónustuaðilar á Akranesi eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í mikilvægri umræðu um atvinnulífið á Akranesi.

 

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00