Fara í efni  

Frumvarp að fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2012 lagt fram

Frumvarp að fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2012 var lagt fram á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 13. desember 2011.
Vinna við frumvarpið hófst síðsumars og síðan af fullum krafti á haustdögum eða á svipuðum tíma og undanfarin ár. Stefnt er að því að afgreiða frumvarpið að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 við síðari umræðu á fundi í bæjarstjórn þann 10. janúar 2012.
 Að vinnu við frumvarpið komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eru í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar og stendur bæjarstjórn sameinuð að framlagningu frumvarpsins og tillagna sem frumvarpinu fylgja.
Fjárhagsstaða Akraneskaupstaðar er þröng og ber áætlunin þess merki. Kemur það til m.a. vegna ytri aðstæðna í þjóðfélaginu, lægri rauntekna vegna minni umsvifa í atvinnulífinu, fjárhagsþrenginga fólks og fyrirtækja sem m.a. kalla á umtalsverða hækkun útgjalda til félagslegra þátta og svo mætti telja áfram.
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar hefur það meginmarkmið að viðhalda þeim rekstri og þeirri þjónustu sem kaupstaðurinn hefur haldið uppi og einsett sér að gera áfram, án þess að til almennra skerðinga á umfangi og þjónustu komi, nema í eins takmörkuðum mæli og frekast er unnt. Sérstök áhersla er lögð á að halda, eins og kostur er, fjárframlögum til grunnþjónustu, félags-, skóla- og ungmenna- og íþróttamála sem eru hornsteinar þess samfélags sem bæjarfulltrúar eru sammála um að Akranes sé og eigi að vera. Það er mat bæjarráðs að þeim markmiðum eigi að vera hægt að ná í samstilltu átaki bæjaryfirvalda og starfsmanna kaupstaðarins án þess að grunnþjónusta skerðist að marki.

 

Í ljósi framangreindra markmiða og fjárhagsstöðunnar verður ekki hjá því komist að hækka nokkuð gjaldskrár hjá Akraneskaupstað og verður það gert við afgreiðslu fjárhagsáætlunar samhliða ýmsum aðhalds- og sparnaðaraðgerðum. Rétt er að geta þess að gjaldskrám hjá Akraneskaupstað hefur verið haldið óbreyttum frá upphafi árs 2009, þrátt fyrir hækkanir launa og verðlags á því tímabili. Þessar gjaldskrárhækkanir eru óhjákvæmilegar til að unnt sé að viðhalda þeirri þjónustu sem bæjarstjórn er sammála um að veita bæjarbúum.
Um framlagningu frumvarpsins, forsendur þess, skýringar og helstu niðurstöður að öðrum leyti vísast til meðfylgjandi ræðu bæjarstjóra og framlagðra tillagna. 


Helstu stærðir í samanteknu frumvarpi eru eftirfarandi:

 

 


REKSTRARREIKNINGUR:

Skatttekjur

3.378.676

þús.kr.
Aðrar tekjur

969.579

þús.kr.
Samtals tekjur

4.348.255

þús.kr.
Samtals gjöld

4.298.671

þús.kr.
Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði

49.584

þús.kr.
Fjármagnsliðir (nettó)

-44.627

þús.kr.
 Rekstrarafkoma jákvæð

4.957

þús.kr.

EFNAHAGSREIKNINGUR:

 Fastafjármunir

11.388.020

 þús.kr.
 Veltufjármunir

884.060

 þús.kr.
 Eignir samtals

12.272.080

 þús.kr.
 Eigið fé

6.245.027

 þús.kr.
 Skuldbindingar

2.958.346

 þús.kr.
 Langtímaskuldir

2.360.773

 þús.kr.
 Skammtímaskuldir

707.934

 þús.kr.
 Eigið fé og skuldir samtals

12.272.080

 þús.kr.

SJÓÐSTREYMI:

 Handbært fé frá rekstri

396.650

 þús.kr.
 Fjármögnunarhreyfingar

222.570

 þús.kr.
 Hækkun á handbæru fé

42.080

 þús.kr.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00