Fara í efni  

Forseti Íslands heimsækir hóp sjálfboðaliða á Akranesi


Forseti Íslands,

Ólafur Ragnar Grímsson


Samtökin Veraldarvinir (World Friends) standa þessa dagana fyrir samskiptanámskeiði í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum.  Veraldar


vinir eru samtök sem skipuleggja sjálfboðaliðaverkefni í Evrópu með megináherslu á umhverfisvernd og umhverfisvitund.   Síðastliðin tvö sumur hafa komið ungmenni víðsvegar að frá Evrópu hingað á Akranes og unnið að hreinsun umhverfisins í sjálfboðavinnu (hreinsun fjörunnar, lagningu gangstíga og fleira).

Verkefni þessi voru studd af Evrópusambandinu og Akraneskaupstað.


 


Nú eru samankomin í íþróttamiðstöðinni um 25 hópstjórar frá EU löndunum til að skipuleggja starf næsta sumars og ræða mikilvægi umhverfisverndar í nútíma samfélagi.  Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heiðraði hópinn með nærveru sinni og hélt ræðu um mikilvægi Íslands í umræðunni um umhverfisvernd í heiminum.  Að lokinni ræðu sat hann fyrir svörum.  Þetta var mikil upplifun fyrir viðstadda að hitta forseta landsins og geta rætt við hann um heimsins mál. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00