Fara í efni  

Fólksfjölgun á Akranesi heldur áfram

AkranesNýkomnar eru upplýsingar frá Hagstofu Íslands um búferlaflutninga eftir sveitarfélögum janúar - mars 2002.


Sú ánægjulega niðurstaða fyrir Akranes er að fólksfjölgun á Akranesi heldur áfram.  Fjölgun þetta tímabil er 20 manns, en á sama tíma fjölgar á Vesturlandi í heild sinni einungis um 17 manns.  Aðeins einn annar landshluti er með íbúafjölgun, en það eru Suðurnesin þar sem fjölgunin er 6 manns.  Fækkun í öðrum landshlutum var þannig:  Vestfirðir 19, Norðurland vestra 31, Norðurland eystra 40, Austurland 25 og Suðurland 50.  Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 399 manns.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00