Fara í efni  

Fjöruganga í tilefni af degi umhverfisins

Tómstunda- og forvarnarsvið fer nú af stað í annað sinn með verkefnið "Göngum til heilbrigðis" með gönguferð í tilefni af degi umhverfisins laugardaginn 24. apríl kl. 15.00.  Lagt verður af stað frá tjaldstæðinu við Kalmansvík og verður ferðinni heitið sem hér segir:


Tjaldstæði Akraness - Kalmansvík - Elínarhöfði - Höfðavík - Miðvogur og til baka.  Leiðsögumaður verður Hannes Þorsteinsson, líffræðingur og mun hann fræða göngufólk um gróðurtegundir, fjörudýrin og fuglana sem á vegi verða.  Göngufólki verður svo boðið í Jaðarsbakkalaug að lokinni gönguferð.


 

Í sumar verða farnar 10 ferðir og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.   Markmið verkefnisins er að hvetja fólk til að stunda holla hreyfingu, fræðast og njóta náttúrunnar.  Færir leiðsögumenn verða í hverri ferð.


 


Næstu 5 ferðir ?Göngum til heilbrigðis?:


-        Fuglaskoðunarferð (varptíminn) ? 21. maí


-        Glymsganga ? 12. júní


-        Miðnæturganga á Akrafjall í tilefni af Jónsmessunni ? 25. júní


-        Saga Akraness ? 15. júlí


-        Síldarmannagötur ? 24. júlí


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00