Fara í efni  

Fjöruganga - Göngum til heilbrigðis


Fjöruganga 24. apríl 2004
Veðurguðinn gat ekki alveg ákveðið síðastliðinn laugardag (24. apríl) hvernig veðrið ætti að vera.  Það rigndi eina mínútuna og síðan skein sólin skömmu seinna.  Það voru 12 vaskir karlar og konur  sem lögðu af stað í fyrstu göngu sumarsins sem skipulögð er undir verkefnaheitinu GÖNGUM TIL HEILBRIGÐIS.


 

Gengið var sem hér segir:  Kalmansvík - Elínarhöfði - Höfðavík - Miðvogur og til baka.  Leiðsögumaður í ferðinni var Hannes Þorsteinsson, líffræðingur og golfvallararkitekt og fræddi hann göngufólk um helstu kennileiti, sögu, gróðurtegundir, fjörudýrin og fuglana sem á vegi urðu. 


Göngufólki var svo boðið í Jaðarsbakkalaug að lokinni gönguferð.


 


Næsta ferð:
21. maí 2004 - Varptíminn: Næsta ferð verður gengin þann 21. maí þar sem við einbeitum okkur að fuglalífinu á Skaganum.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00