Fara í efni  

Fjölmennur fundur um almenningssamgöngur

Fjölmennur fundur um almenningssamgöngur var haldinn í Safnaskálanum að Görðum þann 31. janúar sl.  Til fundarins var boðað af hálfu Akraneskaupstaðar, m.a. til að kynna fyrirkomulag almenningssamgangna á milli Akraness og Reykjavíkur svo og fyrirhugaðar breytingar á þeirri þjónustu sem taka munu gildi í júní í sumar, þegar nýr þjónustuaðili tekur við akstrinum.  Akraneskaupstaður hefur undanfarin ár verið í samstarfi við Strætó bs. um þjónustuna, en Strætó bs. hefur annast öll samskipti við þjónustuaðilann og dagleg samskipti við notendur.  Því samstarfi verður framhaldið á milli aðila.


Um 50 manns mættu til fundarins, aðallega dyggir notendur þjónustunnar, en einnig kjörnir fulltrúar úr bæjarstjórn Akraness og embættismenn.  Framsögu á fundinum höfðu bæjarstjóri, fulltrúar Strætó bs. og fulltrúi VSÓ.


Miklar umræður urðu á fundinum þar sem margir fundarmenn lýstu áhyggjum og miklum efasemdum um að forsvaranlegt væri að gera ráð fyrir að farþegar þyrftu að standa í vagninum á þessari leið.  Umræðan var bæði málefnaleg og upplýsandi þó ljóst sé að skoðanir eru enn skiptar og svöruðu forsvarsmenn Strætó bs. og sérfræðingur á þeirra vegum fundarmönnum og skýrðu málin. Vitnað var til rannsókna og kannana í svörum sérfræðinga  og er hægt að nálgast þessi gögn á eftirfarandi vefslóðum: 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00