Fara í efni  

Fjölmenni á SafnasvæðinuF.v. Sigrún Þorbergsdóttir, kennari og t.h. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, gullsmiður
Markaðsdagar á Safnasvæðinu að Görðum voru haldnir nú á laugardaginn 12.ágúst og þóttu heppnast mjög vel þrátt fyrir að ýmsir aðrir viðburðir væru í gangi í næstu sveitarfélögum í kring eða lengra í burtu.

Hið margrómaða kaffihlaðborð sló enn og aftur í gegn og var stanslaus straumur fólks í Garðakaffi allan daginn. Næsti viðburður á Safnasvæðinu að Görðum verður svo þann 9.september er hin margrómaða Sveitarómantík fer fram en þar verða kynnt ýmiss störf til sveita og keppt í ýmsum skrýtnum keppnum s.s. kjötsúpu- og kleinugerð. Í Garðakaffi verður Hólmsteinn Snædal með ljósmyndasýningu og fyrirlestur sem hann kallar "Uppgefnir nytjahlutir". Mikið verður um lifandi tónlist á svæðinu þennan dag og mun m.a. Kontrabassaleikarinn Dean Farrell koma ásamt félögum sínum og halda tónleika í Safnaskálanum. Sveitarómantíkin endar eins og þær gerast best með harmonikkuballi um kvöldið inni á svæðinu. Skráning í súpu- og kleinugerð er í síma 431-5566 eða á museum@museum.is Nánari dagskrá verður auglýst síðar.


 


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00