Fara í efni  

Fjölgun íbúa á Akranesi

Þegar dregnar eru saman upplýsingar um búferlaflutninga, fæðingar og andlát á Akranesi það sem af er þessu ári kemur í ljós að íbúum sveitarfélagsins fjölgar um 28 á tímabilinu, eða frá 1. janúar til 1. október.


Á þessu tímabili hafa fæðst á fæðingardeild SHA 60 börn þar sem foreldrar eiga lögheimili á Akranesi, 25 Akurnesingar hafa látist og 7 fleiri hafa flutt frá Akranesi, en aðkomnir. Samkvæmt þessu eru íbúar bæjarfélagsins í dag rétt tæplega 5550 talsins og hafa aldrei verið fleiri.


Í nýlegum tölum Hagstofunnar um búferlaflutninga kemur fram að íbúum allra landssvæða fækkar að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Í þeim tölum er að vísu ekki tekið tillit til fæðinga og dauðsfalla á tímabilinu. 40 fleiri flytja frá Vesturlandi í heild en þangað koma, og má rekja stærsta hluta þeirrar fækkunar til sveitarfélaga á Snæfellsnesi.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00