Fara í efni  

Fjöldi húsaleigubótaþega hefur aldrei verið meiri

Húsaleigubótaþegum hefur fjölgað mjög ört á síðustu árum á Akranesi en fyrstu lög um húsaleigubætur tóku gildi árið 1997 og voru þá 48 húsaleigubótaþegar á Akranesi. Bótaþegum hefur fjölgað ört á síðustu árum og voru í lok árs 2003 169 talsins.  Margar ástæður liggja þar að baki en helsta skýringin er að reglugerðin um húsaleigubætur hefur verið að taka breytingum á milli ára. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í nýjum pistli á vef Akraneskaupstaðar sem Sveinborg Kristjánsdóttur, yfirfélagsráðgjafi, tók saman um húsaleigubætur á Akranesi og þær reglur sem gilda um slíkar bætur.


Lesa Pistil í heild sinni.....

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00