Fara í efni  

Fjölbreyttir viðburðir í sumar

Dagleg leiðsögn um Akranesvita, tónleikaröð, ljósmyndasýning, frisbígolf, þríþraut með sjósundi, Langasandshlaup, hjólaferðir, vikulegar göngur á Akrafjall, leiksýning um landnámið er á meðal þeirra verkefna sem Akraneskaupstaður styrkir til að glæða bæinn lífi í sumar.

 

Í vor var auglýst eftir umsóknum um styrki til afþreyingar og viðburða á Akranesi í sumar. Úthlutað verður 2.1 milljónum króna en hámarks styrkupphæð er 300 þúsund fyrir hvert verkefni. Ákveðið var að leggja áherslu á að verkefnin myndu laða ferðamenn til Akraness, bæði innlenda og erlenda auk þess sem Akurnesingar og nærsveitamenn myndu að sjálfsögðu njóta góðs af. Umsóknir voru 22 talsins, samtals að upphæð 4.130 þúsund en þar af voru sex umsóknir sem nefndu ekki umsóknarupphæð. Ákveðið var að veita tólf verkefnum styrk, samtals að upphæð 2.1 milljón króna. Þessi verkefni munu vonandi veita skemmtilegan og litríkan blæ á bæjarbraginn

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00