Fara í efni  

Fjölbreytt sumarstörf fyrir námsfólk 18 ára og eldra

Akraneskaupstaður áformar að bjóða upp á margvísleg störf á komandi sumri fyrir námsfólk 18 ára og eldra sem búsett er á Akranesi þ.e. fyrir þá sem fæddir eru á árinu 1992 eða fyrr og hafa ekki fengið vinnu í sumar. Ítrekað skal að eingöngu er um að ræða verkefni fyrir nema á milli anna eða námsstiga.


Stefnt er að því að bjóða upp á fjölbreytt verkefni víðs vegar um bæinn. Til þess að geta metið umfang verkefnisins og þörf fyrir störf af þessum toga eru þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessum verkefnum beðnir um að sækja um til Akraneskaupstaðar, og skal umsóknum skilað í síðasta lagi sunnudaginn 16. maí nk. Umsóknareyðublöð má nálgast í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16 - 18, 300 Akranesi en einnig er hægt að sækja um rafrænt með því að smella hér.


Af gefnu tilefni skal það áréttað að umsóknum þarf helst að fylgja yfirlit yfir nám og fyrri starfsreynslu þar sem einnig koma fram upplýsingar m.a. um áhugamál, tungumála- og tölvuþekkingu ("CV"). Sum starfanna eru þess eðlis að þau krefjast t.d. tölvukunnáttu, þekkingar á ákveðnum tölvuforritum og tækjabúnaði. Einnig væri gott að vita hvort einhverjir umsækjenda hafa leyfi til að aka vinnuvélum o.s.frv.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00