Fara í efni  

Fjölbreytt dagskrá á aðventu á Akranesi

Nú á aðventu verður boðið upp á bæði fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á Akranesi. Sú dagskrá sem hér má sjá er birt með fyrirvara um breytingar en á næstu dögum verður kynningarbæklingur um aðventudagskrána borinn inn á öll heimili á Akranesi.


Föstudagur 4. desember


Tónberg


20:00 Brúðkaup Fígarós. Nemendur söngskóla Sigurðar Dementz í Tónbergi


Stillholt (áður verslunin Model)


18:00 Íþróttir á Akranesi í eitthundrað ár


Opnun sýningar í tilefni af 100 ára sögu íþrótta á Akranesi. Sýningin er haldin á vegum Haraldarhúss í samstarfi við Friðþjóf Helgason og Helga Daníelsson.


4. ? 6. desember


Útvarp Akraness í beinni frá Skrúðgarðinum


Hið árlega Útvarp Akraness verður ?í loftinu" alla helgina. Útsendingar hefjast föstudaginn 4. desember kl. 13:00 og lýkur sunnudaginn 6. desember kl. 16:00. Fjölbreytt dagskrá, viðtöl og tónlist þar sem Skagamenn á öllum aldri láta ljós sitt skína. Umsjón með útsendingu Útvarps Akraness hefur Sundfélag Akraness.


Laugardagur 5. desember


Bókasafn Akraness


13:00 - 15:00 Jólavaka fjölskyldunnar í Bókasafninu á Akranesi


Lesnar verða nýjar og sígildar jólasögur fyrir börn á öllum aldri.


Akratorg


16:00 Kveikt á jólatrénu á Akratorgi


Jólasveinar kíkja í heimsókn, segja frá ferðum sínum og taka lagið.


Skólahljómsveit Akraness leikur nokkur jólalög undir stjórn Halldórs Sighvatssonar.


Allir fá heitt kakó og piparkökur í boði Akraneskaupstaðar.Mánudagur 7. desember


Tónberg


18:15 Nemendatónleikar Tónlistarskólans í Tónbergi


Þriðjudagur 8. desember


Tónberg


18:15 Nemendatónleikar Tónlistarskólans í Tónbergi


Miðvikudagur 9. desember


Tónberg


20:00 Ragnheiður Gröndal og The Icelandic Folk Ensemble í Tónbergi


Fimmtudagur 10. desember


Tónberg


17:00 Tónlist , kakó og piparkökur í anddyri Tónlistarskólans


Laugardagur 12. desember


Bókasafn Akraness


13:00 - 15:00 Jólavaka fjölskyldunnar í Bókasafninu á Akranesi


Lesnar verða nýjar og sígildar jólasögur fyrir börn á öllum aldri.


Listasetrið Kirkjuhvoll


15:00 Aðventussýning í Kirkjuhvoli 


Á sýningunni verða munir, skraut, jólakort og ljósmyndir sem tengjast jólum liðinna ára.


Sýningin verður opin fram til jóla.


Sunnudagurinn 13. desember 2009


Safnasvæðið að Görðum


13:00 ? 17:00 50 ára afmælishátíð Byggðasafnsins að Görðum


13:00 - 17:00 Stúkuhús


Skemmtilegur jólamarkaður á neðri hæð þar sem finna má m.a. fallegt jólaskraut og handverk. Á efri hæðinni verður jólaföndur og jólakortagerð sem allir geta tekið þátt í. Jólakortin verða send með kveðju frá Rauða krossinum á Akranesi til þeirra sem eiga um sárt að binda eða búa við einsemd og félagslega einangrun.


13:00 - 17:00 Neðri Sýrupartur


Handverksfólk að störfum og jólamarkaður ásamt lifandi tónlist. Ekta jólastemning!


13:00 - 17:00 Garðahús


Handverksfólk að störfum og jólamarkaður ásamt lifandi tónlist. Ekta jólastemning!


13:00 Byggðasafnshús


Jólasögustund í baðstofunni á Byggðasafninu.


14:00 Bryggja á útisvæði


Jólasveinaleikþáttur fyrir börn á öllum aldri en að honum loknum dansa allir og syngja saman  í kringum jólatréð við Stúkuhúsið.


15:00 Garðakaffi


Afmæliskaffi og afmælisterta í tilefni af hálfrar aldar afmæli Byggðasafnsins að Görðum, sem er einmitt 13. desember.


Frumsýning nýrrar heimildarkvikmyndar ?Að fortíð skal hyggja", sem gerð var í tilefni af hálfrar aldar afmæli Byggðasafnsins 13. desember 2009. Myndin er unnin af Friðþjófi Helgasyni en handrit er eftir Magnús Þór Hafsteinsson. Myndin verður sýnd í Garðakaffi.


Kvennakórinn Ymur syngur jólalög. Harmónikkuleikur.


ATH. Jólatrjáasala Björgunarfélags Akraness verður á Safnasvæðinu og hefst föstudaginn 11. desember. Upplifið sanna jólastemningu og kaupið jólatréð hjá Björgunarfélaginu!


Minnum á jólapakkasöfnun Rauða krossins við jólatréð í Safnaskálanum að Görðum. Tekið er á móti jólapökkum á opnunartíma Safnaskálans alla daga frá kl. 13:00 til 17:00. Móttöku gjafa lýkur fimmtudaginn 17. desember og verður pökkunum dreift á Akranesi og nágrenni. Rauði krossinn mun annast dreifingu pakkanna að söfnun lokinni í samvinnu við félagsþjónustu Akraneskaupstaðar. Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni og gefa pakka eru beðnir um að merkja pakkana dreng eða stúlku og aldri viðkomandi.


Þriðjudagur 15. desember


Tónberg


18:15 Nemendatónleikar Tónlistarskólans í Tónbergi


Tónberg


20:30 Kórtónleikar kennakórsins Yms og Grundartangakórsins í Tónbergi


Miðvikudagur 16. desember


Tónberg


17:00 Tónlist , kakó og piparkökur í anddyri Tónlistarskólans


Sunnudagurinn 20. desember 2009


Safnasvæðið að Görðum


13:00 ? 17:00 Hátíðleg stund á Safnasvæðinu


13:00 - 15:00 Lifandi jólatónar frá Tónlistarskólanum víða um svæðið.


14:00 Víða um Safnasvæði


Söngsveitin ?Óperukompaníið" syngur jólalög víða um Safnasvæðið, en hana skipa Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Erla Björg Káradóttir og Sólveig Samúelsdóttir. Sönghópurinn mun fara á milli staða á svæðinu og skapa skemmtilega jólastemmningu.


15:00 Garðakaffi og Steinaríki


Sögustund fyrir börn á öllum aldri.  


16:00 Bryggja á útisvæði


Jólin nálgast - Jólasöngvar og helgistund. Syngjum saman og upplifum jólabarnið í okkur öllum!


ATH. Jólatrjáasala Björgunarfélags Akraness verður á Safnasvæðinu og hefst föstudaginn 11. desember. Upplifið sanna jólastemningu og kaupið jólatréð hjá Björgunarfélaginu!


Minnum á jólapakkasöfnun Rauða krossins við jólatréð í Safnaskála. 


Garðakaffi á Safnasvæðinu er opið alla daga fram til jóla frá kl. 13:00 til 17:00. Heitt kakó, kaffi og nýbakaðar smákökur ásamt öðru gómsætu bakkelsi.


 


Góða skemmtun og ánægjuríka aðventu!

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00