Fara í efni  

Fjarnámsnemendur hefja aftur nám í Svöfusal


Haustið 2004 eru sextán hjúkrunarnemar skráðir í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri og mæta í Svöfusal á Bókasafni Akraness þann 30. ágúst og hefja sitt annað háskólaár.  Ellefu nemendur á leikskólabraut stunda nám frá Svöfusal í vetur og er það þriðja námsár þeirra í fjarfundi. Sá hópur stundar sitt nám til skiptist hvert ár í Borgarnesi og á Akranesi. Þá er a.m.k. einn nemandi í fjarnámi í íslensku frá Háskóla Íslands. Akraneskaupstaður hefur sett upp námsver í Bókasafni Akraness í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Vesturlands til að greiða götu þeirra sem stunda fjarnám við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um fjarnámið frá Akureyri er á vefsíðunni Upplýsingak.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00