Fara í efni  

Fjárhagslegur styrkur góður þrátt fyrir rekstrartap

Ársreikningur Akraneskaupstaðar var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn, þriðjudaginn 14. maí 2013, og samþykkti bæjarstjórn að vísa ársreikningnum til síðari umræðu þann 28. maí 2013.


Ársreikningurinn sýnir  þær rekstrareiningar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess þ.e. A og B hluta, sbr. 60.gr sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.


Fjárhagslegur styrkur Akraneskaupstaðar er góður hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla. Skuldahlutfall samstæðunnar er um 109% reiknað samkvæmt fjármálareglum sveitarfélaga, en þær kveða á um hámarkshlutfall sé innan 150% marka.


Tveir af þremur stærstu málaflokkunum undir áætlun.
Til fræðslu- og uppeldismála fóru 1.705 milljónir króna nettó eða um 48,2% af skatttekjum og voru þau um 14,2 milljónum undir áætlun eða um 1% . Til æskulýðs- og íþróttamála fóru 315 milljónir króna nettó eða um 8,9% af skatttekjum og voru þau um 12,6 milljónum króna undir áætlun eða um 4%.


Helstu  niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða ársreiknings fyrir alla starfsemi Akraneskaupstaðar, A og B hluta  er neikvæð um 258 mkr. og er breyting á forsendum útreiknings á lífeyrisskuldbindingum ein af aðalástæðum þess. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 160 mkr. Til A hluta teljast:


Aðalsjóður,


Eignasjóður,


Fasteignafélagið slf,


Gáma 


Byggðasafnið að Görðum.


Helstu stærðir sem hafa áhrif á neikvæða rekstrarafkomu A hluta og gera má ráð fyrir að séu einskiptis kostnaður eru eins og fyrr segir lífeyrisskuldbindingar, ennfremur  tjónabætur sem féllu á kaupstaðinn vegna Skagavers og gjaldfærsla á starfslokasamningum.


Rekstrarniðurstaða B hluta var neikvæð um 98 m.kr. Til B hluta fyrirtækja teljast:


Höfði, hjúkrunar-og dvalarheimili,


Háhiti ehf. 


Fasteignafélagið ehf.


Helstu stærðir sem hafa áhrif á neikvæða rekstrarafkomu Höfða eru lífeyrisskuldbindingar og eftirlaun,  tímabundin fækkun hjúkrunar- og dvalarrýma  og verðbætur langtímalána, samtals 85 m.kr.


Fjárhagslegur styrkur Höfða er þrátt fyrir þetta góður, þar sem Höfði er með öflugan varasjóð.


Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í árslok 11.650 mkr. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 6.649 mkr og eigið fé nam 5.023 mkr en þar af nam hlutdeild meðeigenda 22 mkr.


Veltufé frá rekstri er um 427,9 mkr og hækkar um 21,3 mkr frá árinu 2011. Handbært fé í árslok er um 572,8 mkr og hafði hækkað um 54,7 mkr á árinu.


Ársreikningur Akraneskaupstaðar árið 2012 er birtur á heimasíðu kaupstaðarins undir slóðinni: http://akranes.is/stjornsysla/fjarmal-og-gjold/arsreikningur/, þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar s.s. lykiltölur um rekstur, skuldsetningu, greiðsluhæfi og fleira.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00