Fara í efni  

Fjárhagsáætlun ársins 2004 endurskoðuð

Bæjarstjórn hefur samþykkt endurskoðaða fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2004.  Á fundi bæjarstjórnar þann 12. október gerði bæjarstjóri grein fyrir helstu breytingum á fjárhagsáætluninni.  Helstu breytingar eru þær að skatttekjur hækka um 56 milljónir króna sem stafar af nokkru hærri útsvarstekjum, hærri álagningu fasteignagjalda og framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en ráð var fyrir gert og tekjur vegna hærri byggingaleyfisgjalda hækka um 69 millj. króna. 

Á móti kemur að nauðsynlegt hefur verið að breyta útgjöldum í samræmi við áður samþykkt verkefni sem bæjarráð og bæjarstjórn hefur samþykkt fyrr á árinu, svo sem framlag til uppkaupa og riðurrifs húsa vegna skipulags að fjárhæð um 39 millj., framlags til opnunar nýrrar deildar í leikskólanum Vallarseli, framlags til sorpmála, hönnunar vegna undirbúnings ýmissa framkvæmda fyrir næsta ár og ýmislegt fleira. 


 


Einnig var unnt að leiðrétta fjármagnsliði vegna lægri fjármagnskostnaðar og hærri fjármagnstekna.   Almennt er reiknað með að rekstur stofnana kaupstaðarins verði innan fjárheimilda, en ljóst engu að síður að nauðsynlegs aðhalds er þörf þannig að rekstur kaupstaðarins verði innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.  Að teknu tilliti til framangreindra leiðréttinga er unnt að lækka fyrirhugaða lántöku ársins úr 140 milljónum króna í 60 milljónir króna. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00