Fara í efni  

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2004 lögð fram

Þriðjudaginn 25. nóvember var fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.  Helsta verkefni ársins 2004 verður að ljúka framkvæmdum við byggingu þriggja deilda leikskóla við Vallarsel, en til þess verkefnis er varið 40.0 mkr.  Þá er gert ráð fyrir að lagt verði slitlag á Smáraflöt og heimkeyrsluna að Byggðasafninu og göturnar Furugrund og Grundartún endurnýjaðar með nýju slitlagi.  Áhersla er lögð á að leggja slitlag á nokkra göngustíga svo sem göngustíga í Flatahverfi, göngustíg milli Þjóðbrautar og Dalbrautar og Esjuvalla og Kalmansbrautar, en nýr göngustígur með slitlagi verður lagður með Víkurbraut milli Innnesvegar og Garðagrundar. 

 


Þá er gert ráð fyrir endurnýjun á eldhúsi Brekkubæjarskóla og gerð sparkvallar með gervigrasi við þann skóla.  Þá er lögð áhersla á skipulagsmál m.a. endurskoðun aðalskipulags og gerð deiliskipulaga m.a. endurskoðun deiliskipulags á Akratorgsreit og Arnardalsreit í samræmi við úttekt Gylfa og félaga, sem kynnt var á opnum fundi nýlega. 


 


Skatttekjur bæjarins eru áætlaðar verða samtals 1.403.918 þús. kr. á árinu 2004, sem er um 3.5% hækkun milli ára.  Útsvar er áætlað 1.128.182 þkr. eða 80.36% af skatttekjum.  Launagjöld bæjarins eru sem nemur 72.23% af skatttekjum eða 1.013.615 þkr.  Gert er ráð fyrir að afborganir lána aðalsjóðs verði 130.9 mkr. og nýjar lántökur aðalsjóðs þær sömu þannig að jafnvægi er haldið milli nýrrar lántöku og afborgana lána.


 


Sjá ræðu bæjarstjóra.


 


Sjá tölulegar upplýsingar í ppt.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00