Fara í efni  

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar

Á fundi bæjarstjórnar Akraness sem haldinn var þann 13. nóvember 2001 fór m.a. fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2002.  M.a. voru lagðar fram tillögur sem samþykkt var að vísa til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

Fjárhagsáætlunin er nú í fyrsta sinn lögð fram með nýju formi í samræmi við nýjar bókhaldsreglur fyrir sveitarfélög. Megin breytingin felst í því að nú er áætlunin sett upp þannig að sjóðunum er skipt upp í aðalsjóð,  A-hluti,  sem er bæjarsjóður, eignasjóður og áhaldahús og B- hluta fyrirtæki sem eru önnur fyrirtæki bæjarsjóðs þ.e. hafnarsjóður, fráveita, Bíóhöllin, lífeyrissjóður og dvalarheimilið Höfði (reyndar er áætlun fyrir dvalarheimilið ekki tilbúin á þessu stigi).  Markmið þessara breytinga er að aðlaga bókhald sveitarfélaga að almennum bókhaldsreglum fyrirtækja.

 

Í fjárhagsáætluninni er m.a. gert ráð fyrir að heildartekjur aðalsjóðs verði um 1.800 millj. kr. þar af skatttekjur um 1.300 millj. kr.  Útgjöld verði sömuleiðis um 1.800 millj. kr. þar af laun og launatengd gjöld um 900 millj. kr. og vöru og þjónustukaup um 650 millj. króna.

 

Forsendur tekjuáætlunar gerir ráð fyrir því að álagning útsvars verði 13,03% og hækki um 0,33% á milli ára, en álagning fasteignagjalda verði sem nánast óbreytt að teknu tilliti til verðlagsþróunar.

 

Gert er ráð fyrir að bæjarstjórn afgreiði fjárhagsáætlunina við síðari umræðu á fundi sínum í desember þann 11. desember n.k.

 

Nánar er hægt að kynna sér yfirlit fjárhagsáætlunar A og B hluta, þ.e. rekstrarreiknings og sjóðstreymis fyrir ofangreinda sjóði svo og samstæðuna í heild sinni.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00