Fara í efni  

Félagsstarf aldraðra og öryrkja

Í fyrsta skipti í ár hefur félagsstarf aldraðra og öryrkja verið starfrækt yfir sumartímann. Mikil aðsókn hefur verið að félagsstarfinu í sumar og hafa 15- 25 þátttakendur verið að mæta í hvert skipti. Félagsstarfið hefur verið þrisvar sinnum í viku, tvisvar sinnum í viku hefur verið hið hefðbundna félagsstarf sem felur m.a. í sér gler- og leirvinnu, saumaskap og ýmis konar annað föndur.

 


Einu sinni í viku var síðan bryddað upp á ýmsum nýjungum. Í júní var farið á kaffihúsið Skrúðgarðinn, farið var í ferð til Reykjavíkur og skoðuð gallerí á Skólavörðustígnum og endað á kaffihúsi. Nítján þátttakendur fóru með nesti og nýja skó í skógræktina í Fannahlíð, Hvalfjarðarsveit og síðustu vikuna í júní bauð einn þátttakandi heim og átti hópurinn þar góða samveru í blíðskaparveðri.


 


Í júlí mættu 20 þátttakendur á Safnasvæðið að Görðum og söfnin þar skoðuð. Þátttakendur hittust tvívegis í heimboði í júlí og í eitt skipti var spilað bingó.


 


Að sögn Júlíu Baldursdóttur, sem séð hefur um félagsstarfið um árabil, var mikil ánægja meðal þátttakenda með sumarstarfið. Mikill áhugi er fyrir því að í framtíðinni verði sumaropnunin fastur liður í félagsstarfinu.


 


Félagsstarfið hefur verið í sumarfríi í ágúst, en hefst aftur að fullum krafti mánudaginn 10. september kl. 13:00.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00