Fara í efni  

Félagamálaráðuneyti úrskurðar í deilumáli um lóðaúthlutun

Félagsmálaráðuneytið hefur með úrskurði sínum frá 24. júlí s.l. komist að þeirri niðurstöðu að samkomulag, sem Akraneskaupstaður gerði við Bílás ehf. um úthlutun lóðar nr. 17 við Smiðjuvelli, skuli standa óhaggað.


Málavextir eru þeir að fyrirtækin Blikkverk sf. og Gísli S. Jónsson ehf. töldu að bæjaryfirvöld hafi brotið á rétti þeirra við úthlutun umræddrar lóðar og kærðu úthlutunina annars vegar til Úrskurðarnefndar skipulagsmála og hins vegar til Félagsmálaráðuneytisins sem kveðið hefur sinn úrskurð eins og fyrr segir, en Úrskurðarnefnd skipulagsmála hafði áður vísað kæru fyrirtækjanna frá, þar sem hún féll ekki undir verksvið nefndarinnar.  


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00