Fara í efni  

Faxatorg - lokun 17. nóvember

Framkvæmdir við lagnaskurði um Faxatorg eru hafnar og veldur það takmörkunum á umferð um torgið. Miðvikudaginn 17. nóvember verður torginu lokað fyrir allri umferð. Er það vegna þess að grafa þarf meiri lagnaskurði og einnig stendur til að gera breytingar á torginu sjálfu. Lokun á Faxatorgi hefur mikil áhrif á umferð um hluta bæjarins og því þurfa vegfarendur að skipuleggja ferðir sínar með tilliti til þess. Áætlanir eru um að allri vinnu við torgið verði lokið um miðjan desember. Veður getur haft áhrif á framkvæmdir á þessum tíma árs og því er meiri óvissa er um hvað þessi lokun mun vara lengi, en lagt verður kapp á að hafa lokunartíma eins stuttan og hægt er.

Hjáleiðir fyrir akandi vegfarendur verða eftirfarandi :

 • Fyrir þá sem aka austur Skagabraut er hjáleið um Jaðarsbraut upp Höfðabraut / Skarð að Garðabraut.
 • Akandi vegfarendur á leið norður Kirkjubraut og á leið austur um vestari hluta Stillholts, eru beðnir um að fara Kalmansbraut og Esjubraut. Hægt verður að nýta Dalbraut sem hjáleið einnig, en greiðfærara verður að fara um Kalmansbraut og Esjubraut.
 • Vegfarendur á leið niður Þjóðbraut fara í vestur um Esjubraut frá Esjutorgi eða í austur um Innnesveg.
 • Akandi vegfarendur á leið um Garðabraut í vestur hafa hjáleið um Skarðsbraut að Innnesvegi og um Höfðabraut / Skarð um Jaðarbraut að Faxabraut og eða Skagabraut.
 • Akandi vegfarendur á leið um Faxabraut frá hafnarsvæðinu hafa hjáleið um Jaðarsbraut um Höfðabraut / Skarð að Garðabraut eða um Jaðarsbraut að Skagabraut.

Gangandi- og hjólandi vegfarendur komast um svæðið, en gæta verður varúðar og vera í fjarlægð frá vinnusvæðinu.

Það hefur mikil áhrif á umferð að loka Faxatorgi. Íbúar eru hvattir til að skipuleggja ferðir sýna með þeim hætti að umferð gangi samt sem áður greiðlega á þeim götum sem greiðfært er um.

Lokun Faxatorgs hefur áhrif á ferðir strætisvagna. Á austurleið mun Akranesstrætó fara um Dalbraut, Esjubraut, Innnesveg og Skarðsbraut að Garðabraut. Engin stoppistöð dettur út. Færa þarf stoppistöðina við Stillholt aðeins vestar á gangstéttina, svo vagninn getið tekið beygju upp Dalbraut.

Gera má ráð fyrir því að breyting verði á leið R.v.k. strætó um bæinn vegna lokunar á Faxatorgi. Verður það kynnt, þegar það liggur fyrir hvernig leið um bæinn breytist.

Umhverfis- og skipulagssvið

Akraneskaupstaðar.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00