Fara í efni  

Faxaflóasund Sundfélags Akraness.

Miðvikudaginn 11.ágúst ætla 15 sundmenn úr Sundfélagi Akraness að synda sitt árlega áheitasund yfir Faxaflóann frá Reykjavík til Akraness, um 18 km langa leið.  Ferðin hefst á því að sundfólkið siglir með hafnsögubátnum Leyni til Reykjavíkur, þar sem sundið hefst kl. 9:30 frá syðri innsiglingarvitanum í Reykjavíkurhöfn.  Sundfólkið skiptist á að synda alla leiðina og tekur einn við þegar annar hættir. 

Síðasta spölinn syndir allur hópurinn og endar sundið í fjörunni á Langasandi á Akranesi.  Íbúar í Reykjavík og á Akranesi geta fylgst með sundinu í gegnum kíki á leiðinni milli Akraness og Reykjavíkur.

 


Þetta er 11.árið sem elsti hópur Sundfélags Akraness þreytir þetta sund og er ávallt keppst við að bæta tímann frá árinu áður.  Núna er viðmiðið 5 tímar og 15 mínútur, og er áætlað að koma að landi á Akranesi um kl. 15.


 


Um borð í Þjóti er aðstoðarfólk ásamt sjúkraliða og áhöfn bátsins, jafnframt því að félagar úr Björgunarsveit Akraness fylgja sundfólkinu eftir á bát sínum.


 


Nánari upplýsingar veitir Lárus Ársælsson, formaður Sundfélags Akraness, í síma 898 3614, (um borð í Þjóti).


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00