Fara í efni  

Farþegum fjölgar hjá Strætó bs.

Farþegum Strætó bs. hefur fjölgað umtalsvert undanfarin misseri, samkvæmt nýlegri könnun Capacent Gallup, sem gerð var um mánaðamótin nóvember-desember 2011. Þar kemur fram að Í febrúar 2010 notuðu 7,5% aðspurðra vagnana reglulega en nú er sú tala komin upp í 8,8%. Þeir sem notuðu strætó sjaldan í febrúar 2010 voru 31% en í nýjustu könnuninni eru þeir 36,9%.


Stærsta  fréttin í könnun Capacent er hins vegar þær miklu breytingar sem hafa orðið á þeim hópi sem aldrei notar strætó. Í þeim hópi hefur fækkað verulega. Þeir eru nú 54,2% aðspurðra en voru 61,6% í febrúar 2010.


 ?Þetta gefur sterkar vísbendingar um að viðhorfið til strætisvagnsins sem ferðamáta hafi að einhverju leyti breyst og því fögnum við. Mælingar sem þessar gefa okkur fulla ástæðu til að líta björtum augum fram á veginn,? segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00