Fara í efni  

Fækkun í hópi atvinnulausra

Í stöðuskýrslu sem markaðs- og atvinnuskrifstofa Akraneskaupstaðar hefur unnið fyrir bæjarráð um verkefnið Átak 50, kemur fram að með samstilltu átaki bæjarfélagsins og nokkurra fyrirtækja hafi tekist að fækka atvinnulausum einstaklingum um rúmlega 50 á tímabilinu febrúar til maí á þessu ári. Átak 50 var átaksverkefni sem sviðsstjóri tómstunda- og forvarnasviðs ásamt markaðs- og atvinnufulltrúum önnuðust fyrir hönd bæjarfélagsins. Átakinu var, eins og nafnið bendir til, ætlað að fækka um jafnháa tölu á atvinnuleysisskrá á Akranesi.

Í byrjun febrúar, þegar verkefnið fór af stað, var tala atvinnulausra í hámarki, eða um 150 einstaklingar. Miðaði verkefnið að því að skapa ýmis verkefni á vegum stofnana bæjarins og hvetja fyrirtæki til tímabundinna verkefna og sækja um styrk til niðurgreiðslu launa frá stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs. Það sem uppá vantaði til greiðslu lögbundinna launa greiddi síðan Akraneskaupstaður eða viðkomandi fyrirtæki. Styrkur fékst til ráðningar í rúmlega 50 slík verkefni og þykir því að markmið verkefnisins hafi náðst og vel það.
Nú eru á atvinnuleysisskrá á Akranesi 99 einstaklingar og er yfir helmingur þeirra, eða 54, á aldrinum 17-24 ára. 
 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00