Fara í efni  

Ertu einmana? Vantar þig félagsskap?

Í Hvíta húsinu, gamla iðnskólanum, Skólabraut 9, kemur saman hópur á mánudögum sem á það sameiginlegt að vanta félagsskap, er einmana og/eða á við þunglyndi að stríða.  Hópurinn vill nú á haustdögum minna á sig og hvetur aðra sem eru í svipaðri aðstöðu til að slást í hópinn.  Unnið er að því að finna nafn á hópinn og eru allar hugmyndir vel þegnar.  Munið mánudaginn 5. september kl. 13:00 - Allir eru velkomnir!


 


 

Markmiðið með þessum fundum er fyrst og fremst að hafa ástæðu til þess að fara út og hitta annað fólk. Hvað verður gert á fundunum í vetur ræðst fyrst og fremst af áhuga þeirra sem mæta á fundina. Þeir sem lesa þetta og þekkja ættingja eða vini sem þurfa á félagsskap og upplyftingu að halda, endilega komið skilaboðunum áleiðis!!!


 


Á fundinum 5. september verður kynning á Endurhæfingarsmiðjunni sem fer af stað 21. september næstkomandi. Ef þú hefur verið að velta fyrir þér út á hvað þessi smiðja gengur þá er þetta kjörið tækifæri til að kynna sér málið og hitta um leið hresst fólk, spjalla og fá sér kaffibolla.


 


Vonumst til að hitta sem flesta á mánudaginn  


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00