Fara í efni  

Ert þú með hugmynd fyrir bæinn okkar?

Í fyrsta “Okkar Akranes” verkefninu sem hefst í dag 21.febrúar 2023 er efnt til hugmyndasöfnunar sem snýr að grænum og opnum svæðum.

Verkefnið í heild sinni er þríþætt; hugmyndasöfnun, rafræn kosning og framkvæmd. Markmið verkefnisins er að hvetja íbúa til að taka þátt í málefnum sem varða nærumhverfi þeirra fá þá til að koma með hugmyndir og forgangsraða. Fjármagni verður svo útdeilt í smærri framkvæmdir/verkefni á vegum bæjarins með
íbúakosningu.

 

Á samráðsvefnum geta allir sett inn hugmyndir varðandi útfærslur á opnum svæðum á Akranesi. Hugmyndasöfnunin er opin í tvær vikur á tímabilinu 21. febrúar til og með 7. mars 2023. Allir sem hafa áhuga á þessu málefni, á öllum aldri, eru hvattir til þess að senda inn hugmyndir. Vakin er athygli á því að hægt er að senda inn hugmyndir á öllum tungumálum, Akraneskaupstaður sér til þess að hugmyndirnar verði þýddar á íslensku við úrvinnsu þeirra. 

Að hugmyndasöfnun lokinni verða 20 hugmyndir valdar áfram í kosningu. Þátttakendur verða látnir vita ef þeirra tillaga fer í kosningu. Starfsmenn Akraneskaupstaðar fara yfir tillögurnar, kostnaðarmeta þær og kanna hvort þær uppfylla uppsett skilyrði. Í framhaldi af þessu verða gögnin send áfram til skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar sem velur hvaða tillögur verður kosið um. Í kosningarhluta verkefnisins, sem mun standa yfir frá 28. mars – 11. apríl 2023, gefst öllum íbúum Akraness fæddum árið 2011 eða fyrr, kostur á að kjósa um þær 20 hugmyndir sem valdar voru. Þeir sem hafa kosningarétt geta kosið allt að fimm tillögur áfram. Vakin er athygli á því að hægt er að kjósa oftar en einu sinni. Þegar kosið er að nýju fellur fyrra val úr gildi.

Ert þú með góða hugmynd? Sendu hana inn!



   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00