Fara í efni  

Er lögheimili þitt rétt skráð?

Með tilvísun til laga nr. 73/1952 um aðsetursskipti, er hér með vakin athygli á þeirri skyldu íbúa að tilkynning um aðsetursskipti þarf að berast á bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, 3. hæð, fyrir 1. desember n.k.  Tilkynningarnar eru síðan sendar Hagstofu Íslands.  Athygli er vakin á því að tilkynna þarf jafnt um flutning innanbæjar sem flutning milli sveitarfélaga. 

 


Hvað er lögheimili?


Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu.


 


Hvað er föst búseta?


Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma.


 


Hvenær og hvar skal tilkynna flutning?


Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til.  Hér á Akranesi skal tilkynna flutning á bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, 3. hæð.


Enn fremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu Íslands - Þjóðskrár.


 


Eyðublöð vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni www.hagstofa.is/flutningstilkynning


 


Bæjarritari. 
 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00