Fara í efni  

Lausar stöður í Grundaskóla

Grundaskóli er heildstæður grunnskóli með um 650 nemendur og rúmlega 110 starfsmenn. Í Grundaskóla er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans. Í Grundaskóla eru gerðar kröfur til nemenda og starfsfólks um dugnað, reglusemi, góða umgengni, góða ástundun og gagnkvæma virðingu. Grundaskóli auglýsir eftirfarandi lausar stöður:

Stuðningsfulltrúar og skólaliðar

Stuðningsfulltrúar og skólaliðar óskast til starfa í 65-70% starf við Grundaskóla á Akranesi frá byrjun janúar 2020.

Menntun og hæfniskröfur

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
 • Reynsla af starfi með fötluðum börnum æskileg.
 • Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og stundvísi
 • Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eða Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2019.

Hér er sótt um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar veitir Flosi Einarsson aðstoðarskólastjóri, flosi.einarsson@grundaskoli.is og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri í tölvupósti á netfangið sigurdur.arnar.sigurdsson@grundaskoli.is eða í síma 433-1400.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00