Fara í efni  

Enginn getur hjálpað öllum, en allir geta hjálpað einhverjum

Tvísmellið á myndina til að skoða myndaseríu
,,Enginn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum" hefur verið einkunnarorð dyggðarinnar í Garðaseli í desember, hjálpseminnar. Börnin komu með endurvinnanlegar flöskur að heiman og þeim var safnað í stóra poka í leikskólanum. Börnin fóru með flöskurnar í endurvinnsluna,  þar sem þær voru taldar í sérstökum vélum og  börnin fengu andvirði þeirra í peningum.

Þaðan lá leiðin í Landsbankann og peningurinn lagður inn á reikning SOS-barnaþorpanna sem stuðningur við börn um allan heim, sem búa við erfiðari lífskjör en börn á Íslandi þekkja. Desember er sá mánuður sem flestir finna þörf hjá sér til að leggja þeim lið sem minna mega sín og er verkefnið í Garðaseli hluti af því að auka  virðingu og samkennd með öðrum.   


 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00