Fara í efni  

Engin "Hátíð hafsins" á Akranesi í ár

Ákveðið hefur verið að fella niður hátíðahöld í tengslum við sk. Hátíð hafsins, sem haldin hefur verið á Akranesi á laugardeginum fyrir Sjómannadag sl. fjögur ár. Framlög til viðburða á vegum Akraneskaupstaðar voru lækkuð mjög í kjölfar efnahagshrunsins og ljóst að breyta þyrfti verulega tilhögun og framkvæmd vegna þeirra viðburða sem haldnir eru á Akranesi ár hvert. Af þessum sökum verður að fella niður umrædda Hátíð hafsins að þessu sinni. Ítrekað skal að þetta hefur engin áhrif á skipulagða dagskrá á Sjómannadegi, enda hefur Akraneskaupstaður ekki komið að skipulagi dagskrár á þeim degi. Aðeins er um að ræða hátíðahöldin sem fram hafa farið við Akraneshöfn á umræddum laugardegi. Rétt er að nefna einnig að undirbúningur og skipulagning vegna annarra viðburða gengur vel, vegna hátíðahalda á 17. júní og vegna Írskra daga sem haldnir verða með hefðbundnu sniði á Akranesi dagana 2.-4. júlí nk.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00