Fara í efni  

Endurskoðun á fyrirkomulagi heimaþjónustu

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 17. júlí s.l. að skipa starfshóp sem geri tillögu til bæjarráðs hvernig bæta megi þjónustu við eldri íbúa bæjarins og með hvaða hætti nauðsynlegt er að samhæfa þjónustuna með það að markmiði að gera þjónustuna sem skilvirkasta.


Tillagan taki á stefnumótun og framtíðarsýn varðandi heimaþjónustu, skoði kostnaðarmyndun og þá þjónustu sem veitt er ásamt skiptingu verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga. 

Starfshópurinn verði skipaður tveimur fulltrúum skipuðum af bæjarstjórn, einum frá félagsmálaráði, einum frá FEBAN og einum fulltrúa frá þjónustuhópi aldraðra. Bæjarstjórn skipi jafnframt formann starfshópsins.  Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og öldrunarfulltrúi starfi með starfshópnum.  Starfshópurinn skili tillögum sínum til bæjarráðs fyrir 1. desember 2003. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00