Fara í efni  

Endurskipulagning á hafnarsvæðinu

Á fundi sínum þann 2. október síðastliðinn samþykkti bæjarráð að setja á stofn starfshóp til að móta tillögur um hvernig staðið verður að skipulagi á svokölluðu Breiðarsvæði sem markast af línu sem dregin er úr Lambhúsasundi eftir Bakkatúni, Vesturgötu, Bárugötu, Hafnarbraut, Akursbraut, Faxabraut og þaðan til sjávar fram yfir litlu bryggju og stóru bryggju. Syðri mörk svæðisins afmarkast af lóðamörkum Breiðargötu 1A, 1 og 2C og í sjó fram. Norðanverð mörk markast af Breiðargötu 1, 1A  og 2C og í sjó fram. Einar Brandsson sem er formaður skipulags-og umhverfisnefndar og framkvæmdaráðs mun stýra starfshópnum en aðrir í hópnum eru Guðmundur Páll Jónsson fyrrverandi bæjarfulltrúi og forstöðumaður Fjöliðjunnar á Akranesi og Guðmundur Valsson verkfræðingur sem var formaður skipulags-og umhverfisnefndar á síðasta kjörtímabili. Ennfremur verður Faxaflóahöfnum boðið að setja áheyrnarfulltrúa í hópinn. Með starfshópnum starfa þau Hildur Bjarnadóttir skipulagsfulltrúi og Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs. Markmið með stofnun starfshópsins er að mótað verði heildarskipulag á svæðinu sem tryggir uppbyggingu og framtíðarnýtingu þess. Horft verði til víðtækari landnotkunarmöguleika en nú eru á svæðinu þ.m.t. íbúðabyggð. Starfshópnum er meðal annars ætlað að leiða samráðsferli við íbúa og aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Stefnt er að því að ljúka aðalskipulags-og deiliskipulagstillögum fyrir 1. maí næstkomandi. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00