Fara í efni  

Endurnýjaður þjónustusamningur við Akranesdeild Rauða kross Íslands

Undirritaður hefur verið þjónustusamningur milli Akraneskaupstaðar og Akranesdeildar Rauða kross Íslands. Í samningnum eru m.a. ákvæði þess efnis að komið verði á fót upplýsingamiðstöð um málefni útlendinga í Rauða kross húsinu við Skólabraut 25a, þar sem útlendingar á Akranesi geti leitað allra nauðsynlegra upplýsinga á einum staðs.s. varðandi húsnæðismál, dvalar- og atvinnuleyfi, heilsugæslu, aðgengi að íslenskunámi og réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Auk þess mun Akranesdeild Rauða kross Íslands í samvinnu við Fjölskyldustofu Akraneskaupstaðar byggja upp félagsstarf með útlendingum sem miðar að því að auka menningarlæsi, rjúfa félagslega einangrun og aðstoð við aðlögun.


Samningur þessi gildir frá 1. febrúar 2009 ? 31. janúar 2010.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00