Fara í efni  

Endurmat fasteignamats íbúðarhúsnæðis á Akranesi

 Í nóvember á síðasta ári óskaði bæjarstjórn Akraness eftir því við Fasteignamat ríkisins að allar fasteignir á Akranesi verði endurmetnar, en heildarendurmat fasteigna á Akranesi hefur ekki verið framkvæmt frá upphafi fasteignamats. Ástæðan fyrir þessari beiðni var fyrst og fremst sú að dæmi voru um að fasteignamat sambærilegra eigna væri mismunandi og því talin ástæða til að láta, á þessum tímapunkti, Fasteignamat ríkisins framkvæma heildarendurmat allra fasteigna hér í bænum þannig að fasteignir yrðu metnar með sambærilegum hætti.   


 

 Nú liggur fyrir að lokið er vinnu við endurmat alls íbúðarhúsnæðis og lóða á Akranesi, en endurmat atvinnuhúsnæðis mun verða lokið í byrjun árs 2008. Nú á næstu dögum mun öllum íbúðareigendum berast tilkynning frá Fasteignamati ríkisins um endurmat þar sem greint verður frá nýju mati. 


 


Fréttatilkynningu og nánari upplýsingar um ofangreint er hægt að nálgast á vef Fasteignamats ríkisins ( www.fmr.is ).   Sjá einnig dreifibréf til íbúa á Akranesi.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00