Fara í efni  

Einleikur um Gísla Súrson

Elfar Logi Hannesson frá Kómedíuleikhúsinu verður með einleik sinn um Gísla Súrsson í sal Brekkubæjarskóla miðvikudaginn 25. okt. kl. 20.00. Miðaverð er 1500 kr. en 500 kr. fyrir nemendur grunn- og framhaldsskóla. Einleikurinn Gísli Súrsson var frumsýndur á Þingeyri 18. febrúar sl. og hefur verið sýndur víða um land bæði í skólum og á almennum sýningum. Einnig hefur verkið vakið athygli og hlotið verðlaun á erlendum einleikshátíðum.

Elfar Logi Hannesson og Jón St. Kristjánsson sömdu verkið og Elfar Logi er leikari sýningarinnar og Jón leikstýrir og gerði sviðsmynd. Kómedíuleikhúsið var stofnað 1997 en síðan 2001 hefur það einbeitt sér að einleikjum og er Gísli Súrsson sá fjórði í röðinni.


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00