Fara í efni  

Eigendur fasteigna á Akranesi athugið!

 

Akranes. 

Álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2004 er nú lokið. Álagninga- og greiðsluseðlar verða sendir út til greiðenda á næstu dögum.  Gjalddagar eru 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní og 15. júlí.  Dráttarvextir reiknast 30 dögum eftir gjalddaga.  Eins og síðastliðin ár sér Landsbanki Íslands, Akranesi, um innheimu fasteignagjalda á Akranesi fyrir árið 2004.

Þeir sem nutu tekjutryggingar 1. janúar 2004 hafa þegar fengið lækkun skv. reglum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega á fasteigna- og holræsagjaldi. Bent er á að þeir sem komast inn á tekjutryggingu á árinu 2004 eiga rétt á hlutfallslegri lækkun gjaldanna.
 
Kærur vegna álagningar skulu vera skriflegar og studdar fullnægjandi rökum og sendar bæjarskrifstofunni Stillholti 16-18.
 
Frekari upplýsingar um álagningu gjaldanna veitir starfsfólk fjárreiðudeildar Akraneskaupstaðar.
 
Athugið að veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur verði gjöldin að fullu greidd í síðasta lagi 15. febrúar n.k.
 
Vatnsgjald er lagt á og innheimt fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og skulu kærur vegna þess sendar til Orkuveitu Reykjavíkur, c/o Ólafur Jónsson.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00