Fara í efni  

Efling umferðarfræðslu á Íslandi

Föstudaginn 11. ágúst undirrituðu Karl Ragnars forstjóri Umferðarstofu, Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla, Kristín Sigurðardóttir skólastjóri Flóaskóla, Þóroddur Helgason skólastjóri grunnskólans á Reyðarfirði og Karl Erlendsson skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri samning um aðkomu skólanna að aukinni umferðarfræðslu í grunnskólum landsins.

Við gerð umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda var m.a. sett það markmið að efla umferðarfræðslu í skólum landsins.  Ljóst var að töluvert vantaði upp á að sú fræðsla væri nægjanlega markviss og mikil. Á síðasta ári var gerð gangskör í þessum efnum m.a. með samningi milli samgönguráðuneytisins, Umferðarstofu og Grundaskóla á Akranesi þess efnis að Grundaskóli yrði móðurskóli umferðarfræðslu í grunnskólum landsins.  


 Til að efla fræðsluna enn frekar hefur verið samið við fyrrnefnda skóla, til viðbótar við Grundaskóla, og er þeim ætlað að efla umferðarfræðslu í einstökum landshlutum. Starfsfólk skólanna mun veita kennurum annarra skóla í landshlutunum ráðgjöf um umferðarfræðslu, halda námskeið og vinna að eflingu málaflokksins.


Á Norðurlandi er það Brekkuskóli á Akureyri, á Austurlandi Grunnskólinn á Reyðarfirði og á Suðurlandi Flóaskóli í Árnessýslu.  Gert er ráð fyrir að náið samstarf verði milli þessara fjögurra skóla til að efla umferðaruppeldi grunnskólabarna. Umferðarstofa hefur verið Grundaskóla til ráðgjafar varðandi þetta verkefni og kom fram í máli Karls Ragnars forstjóra Umferðarstofu áhugi hans á því að efla þetta starf enn frekar. 


 


Á mynd : Frá vinstri. Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla, Karl Ragnarsson forstjóri Umferðarstofu, Kristín Sigurðardóttir skólastjóri Flóaskóla, Þóroddur Helgason skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar og Karl Erlendsson skólastjóri Brekkuskóla.)


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00