Fara í efni  

Efling forvarnarmála á Akranesi

Samráðsfundur á vegum fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs Akraneskaupstaðar var haldinn þann 25. október í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands um málefni ungs fólks á Akranesi.  Markmið fundarins var að huga að stöðu forvarna á Akranesi, leita eftir nýjum hugmyndum og stilla saman strengi þeirra sem láta sig málefnið varða.  Allir þeir sem koma að málefnum ungs fólks á Akranesi voru boðaðir á fundinn en farið var yfir stöðu ungs fólks á Akranesi tölfræðilega séð með kynningu á niðurstöðum ýmissa kannana sem lagðar hafa verið fyrir ungmenni sl. mánuði og ár. 

 


Gestir frá Hafnarfirði, þeir Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi og Helgi Jónsson rannsóknarlögreglumaður kynntu samstarf sveitarfélagsins og lögreglu sem gefið hefur góðan árangur.   Fundarmenn skiluðu loks af sér samantekt og hugmyndir um hvað betur megi fara í forvarnarmálum meðal ungs fólks svo og hvernig styðja megi betur við uppeldishlutverk foreldra.  Unnið verður úr þessum hugmyndum og voru fundarmenn sammála um að efla enn frekar samstarf sín á milli sem geti leitt til enn markvissari vinnu í þessum málum.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00