Fara í efni  

Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í fimmta sinn

 Þann 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara á Íslandi sín fyrstu samtök og í tilefni af því er þessi dagur sérstaklega tileinkaður leikskólum landsins og því mikilvæga starfi sem þar fer fram. Tilgangurinn með því að helga leikskólanum einn dag á ári er m.a. að auka jákvæða umræðu um leikskólann og vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara.


Leikskólastarf á Akranesi stendur í miklum blóma, hvergi eru hlutfallslega jafn margir leikskólakennarar starfandi, stöðugleiki í starfsmannahaldi hefur verið viðvarandi og mikil metnaður ríkir í öllu starfi. Foreldrakannanir sýna einnig mikla ánægju með þjónustu leikskóla bæjarins. 


Í tilefni dagsins munu leikskólabörn frá öllum leikskólum á Akranesi koma í opinbera heimsókn að Stjórnsýsluhúsinu við Stillholt 16 - 18 kl. 09:30 næstkomandi mánudag og syngja tvö lög. Eru Akurnesingar hvattir til að koma og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00