Fara í efni  

Dagskrá Írskra daga 2011

Nú liggur dagskrá Írskra daga 2011 fyrir í grófum dráttum, þó að enn eigi eftir að bætast við nokkrir liðir. Tekið verður forskot á hátíðina fimmtudagskvöldið 30. júní en þá verður haldin írsk vaka í Garðakaffi þar sem Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur og fréttamaður fjallar um keltnesk örnefni og keltnesk áhrif í íslenskri menningu. Að því loknu verða tónleikar þar sem írsk tónlist verður í boði.


Dagskrá laugardagsins er nokkuð hefðbundin en þó má finna þar ýmsar nýjungar, m.a. verður "Akrafjallsmótið" haldið í fyrsta sinn en þar verður hjólað ýmist einn eða tvo hringi í kringum Akrafjall. Efnt verður til mýrarboltakeppni og kökukeppni, boðið upp á bíla- og vélhjólasýningar en megin dagskrá Írskra daga fer fram á svæðinu neðan við Akraneshöll og við hinn nýja og glæsilega pall sem þar hefur verið byggður. Írskum dögum lýkur með fjölskyldudagskrá á sunnudeginum. Dagskrá Írskra daga 2011 má skoða með því að smella hér. Góða skemmtun á Írskum dögum!

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00